1.7 C
Selfoss

Júdó Blöndal express grautur og Chow Mein

Vinsælast

Styrmir Jarl Rafnsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Já takk Viðar fyrir þessa áskorun, hlakka til að þú komir og rífir Selfoss aftur upp undir leiðsögn coach Ragga Trausta og Sigga Eyberg fjármálastjóra.

Tek morgunmat fyrst þar sem það er mikilvægasta máltíð dagsins.

Júdó Blöndal express grautur 

Hráir hafrar, mjólk að eigin vali, smá granóla  dass af kanil. Ekki elda grautinn, allt í disk & hræra smá. (Gæti valdið hægðartregðu en það er í mesta lagi 4-5 dagar)

Ég bauð félaga mínum í mat um daginn, hann Fannar eða Fagó eins og hann lætur kalla sig, fyrrverandi eigandi Kaffi krús og slátrari, hélt því fram að þetta væru „heimsins bestu núðlur“

Þessi uppskrift nær aftur til 2009 þegar ég fór fyrst á kínahofið með Tómasi nokkrum Sjöberg athafnarmanni.

Chow Mein fyrir 4-8 mannverur

Áhöld:

Wok panna eða ikea 365 teflon panna
3-5 lítra Pottur
Kínaprjónar
469gr spaghetti (brotið í tvennt)
1 kjúklingabringa (skera í strimla)
Eða prótein að eigin vali t.d. rækjur eða vegan kjöt
Brokkolí
Paprika
Hvítlaukur að vild

Sósa:

1/4 bolli sweet and sour sósa (Kikkoman)
1/4 bolli stir fry sósa (Kikkoman)
1/4 bolli sæt chili sósa
1/2 tsk Sriracha sósa

Skref 1

Eldið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum í kassanum eða í 12 mínútur.

Skref 2

Á meðan, steikið kjúklinginn í 3 msk af olíu í stórri wok eða 365 teflon ikea pönnu þar til hann er tilbúinn og brúnaður. Bætið grænmetinu útí  streikið smá og lækkið hitann.

Skref 3

Bætið 3-4 msk af olíu út í, hentu pastanu & sósunni saman við. Hrærið eða svissið öllu saman í svona 2-3 mín. Settu lok og leyfðu þessu að standa í 5 mínútur.

Skref 4

Bæng, ekki gleyma salt og pipar. Það getur breytt öllu. Fyrir stemningu væri gott að hafa asískt þema & skella rush hour með Jackie Chan í tækið og opna einn ískaldan Ashai super dry bjór.

Skora næst á hólm hann Snorra „Dolla“ Sigurðson. En hann lumar á einni bestu súpu sem ég hef smakkað, Kænugarðssúpan. Kannski vinnum við sunnlendingar í lottó og fáum þessa dýrindis súpu í næsta blaði.

Nýjar fréttir