-8.7 C
Selfoss

l viðvörun vegna storms á Suðurlandi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi vegna suðaustan hvassviðris eða storms, 15-25 m/s. Viðvörunin tekur gildi klukkan 20 í kvöld, 18. október og stendur til 22 annað kvöld. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Reykjanesi.

Líklegt þykir að samgöngutruflanir verði á meðan viðvörunin stendur yfir, en fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón, auk þess að veðrið getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Fleiri myndbönd