-8.9 C
Selfoss

Mömmumatur opnar nýtt Eldhús í dag

Eldhúsið, hádegisverðarstaður við Tryggvagötu 40 á Selfossi, sem hjónin Katharina Sibylla Snorradóttir og Eggert Smári Eggertsson hafa rekið farsællega frá því í febrúar árið 2013, hefur fengið nýja rekstraraðila.

Hjónin Einar Björnsson og Anna Stella Eyþórsdóttir, sem rekið hafa Mömmumat í Hvíta húsinu á Selfossi frá árinu 2018, eru hinir nýju rekstraraðilar Eldhússins. Áfram verður boðið upp á veglegt hádegisverðarhlaðborð á báðum stöðum, en í Eldhúsinu verður áhersla lögð á hollan og góðan mat. Alla daga verður boðið upp á fisk, kjúkling og súpu, ásamt fjölbreyttu úrvali af pasta, grænmeti og salati, þar sem hollur kostur verður í fyrirrúmi.

Eldhúsið verður opið alla virka daga á milli 11-14.

Fleiri myndbönd