-8 C
Selfoss

Bergrós Björnsdóttir er Íslandsmeistari í CrossFit

Vinsælast

Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir, yngsti keppandi sem tekið hefur þátt í opnum flokki Íslandsmeistaramótsins í CrossFit, gerði sér lítið fyrir og landaði Íslandsmeistaratitlinum fyrr í kvöld, aðeins 16 ára gömul. Berglind Hafsteinsdóttir, móðir Bergrósar, greindi frá þessu á facebooksíðu sinni fyrr í kvöld.

Það er skemmst frá því að segja að Bergrós sé rísandi stjarna í CrossFit heiminum, en hún lenti í þriðja sæti á heimsleikum CrossFit í sumar, þrátt fyrir að hafa verið borin út af vellinum eftir hitaslag á fyrsta keppnisdegi.

Þess má til gamans geta að Bergrós hefur einungis iðkað íþróttina í rúm fjögur ár, eða síðan hún var tólf ára, eins og kom fram í viðtali sem blaðamaður DFS tók við Íslandsmeistarann fyrr á árinu.

Bergrós á augljóslega framtíðina fyrir sér og verður gaman að fylgjast með þessari ótrúlegu íþróttakonu halda áfram að toppa sig,

Nýjar fréttir