3.4 C
Selfoss

Ragnar Stefánsson ræðir bók sína í Íslenska bænum

Vinsælast

Laugardaginn 14. Október kl. 15 ræðir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur um bók sína „Hvenær kemur sá stóri“ í Íslenska bænum. En efni bókarinnar hverfist að miklu leyti um SIL rannsóknina, ( st. South Iceland Lowlands) sem stóð yfir í tvo áratugi en frumgerð SIL jarðskjálftamælingakerfins 1987-1992 eru 8 mælistöðvar sem komið var fyrir á sveitabæjum á Suðurlandi og þess vegna teljum við að eflaust séu margir áhugasamir hér á svæðinu og þó nokkuð margir sem höfðu bein kynni af eða hjálpuðu beinlínis til við þá rannsókn sem liggur til grundvallar hinu sívirka kerfi sem Veðurstofa íslands notast við.

„Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur um áratuga skeið verið í fylkingarbrjósti íslenskra jarð­vísindamanna sem fengist hafa við skjálftarannsóknir og vöktun. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þróun fræðigreinarinnar og fer yfir jarðskjálftasögu Íslands allt frá miðöldum og til síðustu ára. Einnig segir hann frá uppbyggingu og eiginleikum hins sívirka mæla-­ og við­vörunarkerfis sem Veðurstofa Íslands rekur. Jafnframt leggur hann grunn að jarðskjálftaspáfræði, en það er fræðigrein sem í raun á eftir að sanna sig en mun vafa­lítið þróast hratt á næstu árum og áratugum.“

Árni Hjartarson jarðfræðingur sem las bókina yfir efnislega verður með Ragnari og tekur þátt í umræðum.  Árni er jarðfræðingur að mennt og vinnur að rannsóknum á jarðhita og grunnvatni hjá Íslenskum orkurannsóknum. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og fjölda greina um jarðfræði og tengd efni. Hann er einn helsti sérfræðingur um Þjórsárhraunið mikla.

Nýjar fréttir