1.1 C
Selfoss

Hellisheiði opnuð

Vinsælast

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suður- og Suðvesturland vegna austan hríðar til hádegis í dag. Krapi, snjóþekja og hálkublettir eru á nokkrum vegum á Suðvesturlandi, Hellisheiði var lokað í morgun en hefur nú verið opnuð, snjóþekja og skafrenningur er á veginum.

Björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar út frá á Sel­fossi, Stokks­eyri, Eyr­ar­bakka, Þor­láks­höfn, Hvera­gerði og Reykja­vík í morgun til að aðstoða fjölda bifreiða sem sátu fastar í Þrengslum og Hvaradalabrekkunni.

Þrengslin hafa verið opin í morgun en einungis vel búnum farartækjum var hleypt þar í gegn. Eins hefur Nesjavallaleið um Mosfellsheiði (435) verið lokað og líklegt að vegurinn opni ekki aftur fyrren á vordögum.

Á Suðausturlandi hefur vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni verið settur á óvissustig í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Stærri bílum er ráðlagt frá því að aka um veginn vegna vinds á svæðinu.

Nýjar fréttir