-3.2 C
Selfoss

Heimsókn HfSu og Kötlu Jarðvangs til Kielce í Póllandi

Lokafundur og ráðstefna samstarfsverkefnis Háskólafélags Suðurlands, Kötlu Geópark, The Holy Cross Mountains Geopark og AGH vísinda- og tækniháskólans í Kraká, fór fram í Kielce vikuna 25.-29. September 2023.

Verkefnið miðar að því að efla þekkingu á sviði jarðfræði Markmið verkefnisins var að þróa nýja námslínu á meistarastigi „Jarðferðamennska og jarðvangar“ (Geotourism and Geoparks) í Jarð-, jarðeðlis og umhverfisfræðideild Vísinda- og Tækniháskólans í Krakow, Póllandi í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands. Að auki var nýtt námsefni þróað í samvinnu við samstarfsaðila þeirra tveggja UNESCO hnattræna jarðvanga sem hluti voru af verkefninu, Holy Cross jarðvang (geopark) í Póllandi og Kötlu jarðvang á Íslandi. Aukin umhverfisvitund og vaxandi áhugi á umhverfis- og auðlindamálum í samfélaginu hefur orðið til þess að mörg fyrirtæki kalla eftir fleiri sérfræðingum sem hafa sérfræðiþekkingu á jarðminjum og starfa í tengslum við jarðfræðimenntun, einkum við jarðferðamennsku og hjá jarðvöngum. Var því verkefnið þróað með þarfir atvinnulífsins í huga, þar sem fagleg menntun og þjálfun myndu styðja við þekkingu og miðlun um jarðminjar og jarðfræðiarfleifð (geological heritage) hjá aðilum sem starfa í tengslum við það, m.a. ferðaþjónustuaðila, kennara, leiðsögumenn, ferðaskipuleggjendur og ýmsum félagasamtökum (NGO). Verkefnið mun því nýtast til að bæta gæði og efla faglega háskólamenntun á sviði jarðferðamennsku og jarðfræðimenntunar (geoeducation) sem mun nýtast í víðtækara samhengi hjá fleiri löndum, m.a. Íslandi.

Háskólafélag Suðurlands

Fleiri myndbönd