3.9 C
Selfoss

Hætta eldsneytissölu við Litlu kaffistofuna

Vinsælast

Olís hefur lagt niður eldsneytissölu við Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi frá og með síðustu mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Olís sendi frá sér á dögunum.

Gildandi starfsleyfi rann út 30. september og ekki reyndist unnt að endurnýja starfsleyfið nema til kæmu verulegar fjárfestingar við enduruppbyggingu afgreiðslusvæðisins.

Litla kaffistofan var stofnuð árið 1960 og frá þeim tíma hefur jafnframt verið rekin eldsneytisafgreiðsla við hlið hennar. Í dag er veitingastaðurinn Hjá Hlölla rekinn í húsnæði Litlu kaffistofunnar og mun staðurinn halda starfsemi sinni áfram með óbreyttu sniði.

Í tilkynningunni þakkar Olís öllum rekstraraðilum Litlu kaffistofunnar fyrir gott samstarf undanfarna áratugi. Þá biðjast þau velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum en benda á þjónustustöð sína í Norðlingaholti sem er staðsett um 14 km vestan við Litlu kaffistofuna.

Nýjar fréttir