3.9 C
Selfoss

Félög eldri borgara í Uppsveitum óska eftir úrbótum í heilbrigðisþjónustu

Vinsælast

Félög eldri borgara í Biskupstungum, Laugardal, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa sent frá sér yfirlýsingu, undirritaða af formönnum félaganna, þar sem þau skora á stjórn HSU, allar sveitarstjórnir í Uppsveitum Árnessýslu, Landlæknisembættið, Heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisráðherra, auk innviðaráðherra að þau taki öll höndum saman og vinni hratt og vel að öryggi íbúa, sumarhúsaeigenda, ferðamanna og ekki síst eldri borgara með því að tryggja og verja stöðu heilsugæslunnar í Uppsveitum, fastráða lækna og tryggja bakvaktir þeirra í Laugarási, tryggja fasta viðveru sjúkrabíla og bráðaliða allt árið um kring. Þá biðla þau til fyrrgreindra aðila að fylgja Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 þar sem m.a. kemur fram: „Til að tryggja að heilbrigðisþjónustan sé í samræmi við þarfir og væntingar notenda þarf að kanna reynslu og viðhorf notenda reglubundið með þjónustukönnunum.“

Nýjar fréttir