-6.3 C
Selfoss

Úr maís- í pappírspoka í Árborg

Pappírspokar munu koma í stað maíspokanna í flokkun á lífrænum úrgangi í Árborg þar sem maíspokarnir henta ekki í jarðgerð. Nefndin samþykkir að innleiða breytinguna, sem samþykkt var á fundi umhverfisnefndar Árborgar í vikunni, fyrir áramót.

Lífrænn úrgangur frá Árborg er í dag keyrður að mestu í GAJ​A, jarðgerðarstöð að Álfsnesi.

Í GAJA fer fram endurvinnsla á sérsöfnuðum lífrænum heimilisúrgangi. Lífræn efni sem skilað er til stöðvarinnar eru unnin í metangas og jarðvegsbæti eða moltu. Þar er ekki hægt að taka við maíspokum undir úrganginn og þarf því að skipta yfir í pappírspoka.

Á fundinum var að auki farið yfir staðsetningu grenndarstöðva og rætt um umgengni við þær. Sammæltist nefndin á að breyta staðsetningu grenndarstöðvarinnar á Eyrarbakka og mun ný stöð verða sett upp við samkomuhúsið Stað í kringum næstu mánaðamót

Fleiri myndbönd