-7.2 C
Selfoss

Úlfur skaraði framúr á Englandi

Vinsælast

Úlfur Darri Sigurðsson úr taekwondodeild Selfoss, fór til Poomsae á Englandi um síðustu helgi, ásamt landsliði Íslands, þar sem hann keppti á sjötta Bluewave Open Poomsae meistaramótinu í taekwondo.

Úlfur gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í sínum flokki með næst hæstu einkunn og uppskar hann fjórða sætið eftir harða keppni við eldri iðkendur, en þess má geta að Úlfur var að keppa upp fyrir sig í aldri. Úlfur er 11 ára gamall en hann keppti í flokki 12-14 ára.

Í tilkynningu frá taekwondodeild Selfoss eru Úlfi færðar hamingjuóskir með árangurinn og Magneu Kristínu eru færðar þakkir fyrir að sjá um þeirra mann á mótinu.


Nýjar fréttir