Power-Talk deildin Jóra verður með kynningarfund mánudaginn 18. september n.k. kl. 20 í Selinu, Eyravegi 48 á Selfossi.
Power-Talk deildin Jóra hefur starfað í yfir 30 ár og koma félagar víða að úr Árnessýslu. Með þátttöku í starfi deildarinnar þjálfum við okkur í ræðumennsku og fundarsköpum. Við æfum okkur í að gegna embættum og vera fundarstjórar, allt eftir því sem félagar treysta sér til. Deildin er opin öllum kynjum. Starf í deildinni getur verið stökkpallur til að fara að taka þátt í félagsmálum af ýmsum toga.
Frítt inn og veitingar í hléi. Allir velkomnir!
Power-Talk deildin Jóra