-10.6 C
Selfoss

„Alls ekki sjálfsagður árangur“

Vinsælast

Bæði eldra ár karla og yngra ár kvenna í 5. flokki hjá handknattleiksdeild UMFS tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Þar með unnu þau sér inn þátttökurétt á Norðulameistaramótið Norden Cup sem fer fram í Gautaborg í Svíþjóð á hverju ári milli Jóla og nýárs.

„Um er að ræða boðsmót þar sem sterkustu liðin á norðurlöndunum eru að mætast, en liðin eru ýmist lands eða svæðismeistarar þar sem ekki er keppt á landsvísu allstaðar.  Í kk liðinu eru drengir fæddir 2009 og 10 en stelpurnar eru fæddar 2010-11 og var því stór hluti af kvk liðinu enn í 6. flokki þegar þær urðu íslandsmeistarar í 5. flokk sem er mikill árangur,“ segir Örn Þrastarson, íþróttastjóri handknattleiksdeildar UMFS í samtali við Dagskrána.

5. flokkur karla. Ljósmynd: Sigríður Elín Sveinsdóttir.

 

 

 

 

„Það er sérstakt að eiga 2 lið í þessu móti á sama tíma og alls ekki sjálfsagður árangur.  Selfoss hefur þó áður átt lið í þessu móti.  Drengir fæddir 1997 fóru tvisvar og komu heim með silfur og brons.  Í seinna skiptið fór stelpur fæddar 1997 líka og stóðu sig vel.  Drengir fæddir 2001 fóru einnig tvisvar og náðu best 4. sæti og í seinna skiptið fóru drengir fæddir 2003 einnig og komu heim með bronspening.  Ísland hefur aðeins tvisvar sinnum átt sigurlið á þessu móti en það var ´90 árgangur FH sem náði því en þekktasti leikmaður þess liðs er líklega Aron Pálmarsson og svo var það 2008 árgangur Vals um síðustu jól,“ bætir Örn við.

„Þessir krakkar sem eru að fara í ár eru mjög flottir og efnilegir íþróttamenn- og konur sem leggja mikið á sig og eru heppin að koma úr stórum og skemmtilegum flokkum.  Kostnaður við svona þáttöku er mikill og því þurfa krakkarnir að safna sér fyrir þessari ferð með allskonar fjáröflun sem fólk mun verða vart við næstu mánuði.  Meðal annars stendur til hjá þeim að halda Handboltamaraþon í Set höllinni 21. október næstkomandi og munu þau ganga í hús og safna áheitum fyrir því.  Margir af krökkunum sem hafa verið í liðunum frá Selfossi á þessu móti hafa náð langt í lífinu og margir í handbolta, leikið með A landsliði og sem atvinnumenn eða fyrir meistaraflokka Selfoss. Þessi árangur gefur okkur því góð fyrirheit um það að uppeldi afreksfólks á Selfossi er í góðum farveg þó alltaf megi gott bæta. Vonandi sjá sem flestir sér fært að styðja við krakkana þegar þau banka uppá.  Áfram Selfoss!,“ segir Örn að lokum.

Nýjar fréttir