-10.7 C
Selfoss

Allir geta teiknað

-Nýtt teikninámskeið fyrir byrjendur í Skrúfunni

Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður hefur skipulagt hraðnámskeið í teikningu í Skrúfunni – grósku og sköpunarmiðstöð á Eyrarbakka.
„Mín reynsla er sú að hægt sé að leiðbeina þannig að allir geti yfirstigið hræðslu sem varð til einhverntíma á ævinni um að „kunna ekki að teikna„.
En það hafa ekki allir mikinn tíma til að sækja námskeið langt í burtu en langar samt að tileinka sér ákveðna færni. Hraðnámskeiðið er fyrir byrjendur og alla þá sem vilja læra að njóta þess að teikna. Að teikna er ekki bara list heldur aðferð til að rannsaka og leysa úr læðingi. Teikning er ein af grunnþörfum manneskjunnar, beinasta leiðin frá huga til handar. Teikning er tjáningarmiðill sem við höfum öll þörf fyrir og getum lærst svo mikið af, bæði um okkur sjálf og um heiminn í kringum okkur,“ segir Guðrún um námskeiðið.
Hraðnámskeiðið er í fjórum hlutum og snýst um að ná tökum á formum og hlutföllum, að geta teiknað fólk leikandi, að plata augað og gefa rými til kynna auk þess að þróa eigin hugmyndir.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Skrúfuna á Eyrarbakka á fjórum laugardagsmorgnum frá kl. 10 – 12:15. Fyrsta námskeiðið byrjar þ. 16. september og heldur síðan áfram þar til í byrjun nóvember.
Allar frekari upplýsingar veitir Guðrún í síma 8635490 eða á netfanginu gudrun@tryggvadottir.com.

Fleiri myndbönd