-10.9 C
Selfoss

Fullt út fyrir dyrum þegar tvær sýningar voru opnaðar

Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Árnesinga laugardaginn 2. september og mættu um 1200 manns á opnun.  Á einum tímapunkti myndaðist röð úr kömbunum að fallega safni Árnesinga í Hveragerði.

Stemmningin var einstaklega skemmtileg og ekki skemmdi fyrir íranskir tónar bárust úr sal 4 þar sem Jakob Veigar, heimamaður sýnir mögnuð verk sín. Ragnheiður Jónsdóttir er lifandi goðsögn í íslenskri myndlist og þykir sýningin hennar stórkostleg. Opið alla daga nema mánudaga í safninu og frítt inn. Lesa má meira á heimasíðu safnsins www.listasafnarnesinga.is.

Fleiri myndbönd