3.9 C
Selfoss

Styttist í síðustu Gleðistund sumarsins að Kvoslæk

Nú styttist í síðastu Gleðistund sumarsins hjá þeim Rut og Birni að Kvoslæk.

Að venju eru síðustu tónleikar sumarsins tónleikar Rutar, þar sem hún fær vini sína til að koma og spila með sér.

Tónleikarnir verða sunnudaginn 27. ágúst kl. 15.00.

Með Rut spila Geirþrúður Ása, fiðluleikari, Þórunn Ósk, víóluleikari, Sigurður Bjarki, sellóleikari, Richard Korn, kontrabassaleikari, Richard Simm, píanóleikari og Jóhann Már Nardeau, trompetleikari, sem kemur til landsins til að vera með.

Þau munu leika tvö meginverk franskrar kammertónlistar: Saint-Saëns: Septet fyrir trompet og kammerhóp þar sem Jóhann er í aðalhlutverki og Píanókvintett eftir César Franck þar sem Richard Simm er í aðalhlutverki.

Tónleikarnir verða sem fyrr segir kl. 15. 00 sunnudaginn 27. ágúst og verður boðið upp á kaffi og spjall við tónlistarfólkið eftir tónleika.

Fleiri myndbönd