3.9 C
Selfoss

Nýtt Judofélag á Suðurlandi með starfssvæði Árnes- og Rangárvallasýslur

Vinsælast

Judofélag Suðurlands (JS) var stofnað í byrjun mars 2023 og er grundvallað á siðareglum Judo kurteisi, hugrekki, heiðarleika, heiður, hógværð, virðingu, sjálfstjórn og vináttu.

Stefna Judofélags Suðurlands er að bæta og auðga mannlífið, andlega og líkamlega heilsu.

Judofélag Suðurlands hefur ráðið hæfa og vel menntaða Judoþjálfara.  Dr. George Buntakis (PhD of sport science) 6. Dan yfirþjálfari Judofélags Suðurlands fyrrverandi landsliðsþjálfari í Englandi, Welsh og Grikklandi og Eirini Fytrou 1. Dan menntuð kennari og judoþjálfari.

Markmið er að skapa hraust og hamingjusamt fólk og finna í þeim hópi afburðar íþróttamenn, sem nái árangri í Judo bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi.

Judofélag Suðurlands mun starf á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og Hvolsvelli og verður með æfingar á öllum þessum stöðum, ítarlegri upplýsingar um það síðar.

Eirini Fytrou 1. Dan mun sjá um þjálfun barna og unglinga, þá mun hún einnig kenna stúlkum og konum judo og sjálfsvörn.

Garðar Skaptson formaður og George Bountakis yfirþjálfari.

Nýjar fréttir