-9.7 C
Selfoss

50 ár hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu

Þann 20. júlí héldu Brunavarnir Rangárvallasýslu sína árlegu skötuveislu fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra.

Í veislunni færði Leifur Bjarki slökkviliðsstjóri, Birgi Óskarssyni þakklætisvott fyrir 50 ára starf í þágu Brunavarna Rangárvallasýslu. Birgir hóf stöf hjá Brunavörnum 1973 og hefur staðið vaktina síðan. Það er ekki sjálfgefið að veita starfskrafta sína á þessum vettvangi í svona langan tíma. Slökkviliðsstjóri tók það skýrt fram að ekki væri um kveðjugjöf að ræða, því Brunavarnir vilja að sjálfsögðu njóta starfskrafta Birgis eins lengi og hægt er.

Fleiri myndbönd