Stefán Friðrik Friðriksson hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi Rangárþings eystra og ytra. Hann mun hefja störf á næstu mánuðum.
Stefán er með BA gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst auk þess að hafa lokið diplómu í fjölmiðlun, blaðamennsku og kvikmyndagerð frá Brandbjerg Háskóla og diplómu í leikstjórn og framleiðslu frá Kvikmyndaskóla Íslands. Stefán hefur starfað sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá Markaðsstofu Suðurlands í rúmt ár þar sem hann sér m.a. um markaðssetningu á Suðurlandi í samstarfi við ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Áður starfaði Stefán í sjö ár hjá sjónvarpsstöðinni N4 þar sem hann sinnti stöðu markaðs- og framleiðslustjóra í fjögur ár og stöðu tæknimanns í þrjú ár þar á undan. Í störfum sínum hjá N4 stýrði Stefán ýmsum verkefnum í tengslum við markaðssetningu sjónvarpsstöðvarinnar og framleiðslu sjónvarpsþátta, markaðsefnis og auglýsinga ásamt því að koma að áætlanagerð, stefnu og sköpun viðskiptatækifæra og hugmyndasmíði. Stefán þekki til nærsamfélagsins og býr yfir góðu tengslaneti, bæði er hann búsettur á svæðinu og hafði áður kynnst því í gegnum störf sín hjá N4.