Hevreh Ensemble er tónlistarhópur frá New York í Bandaríkjunum. Þau bjóða uppá ókeypis tónleika í Skálholtskirkju föstudagskvöldið 14. kúlí kl. 18:00.
Flutt verður verk eftir hópmeðliminn Jeff Adler. Dagskráin samanstendur af jazz – heimstónlist – klassík og mun hópurinn leika á fjölbreytt hljóðfæri, eins og Cherokee indíánaflautur, klarinett, bassaklarinett, óbó, enskt horn og heimsslagverk sem inniheldur djembe, dumbek, sjávartrommu, balafon, kalimba, regnstaf, tabla, stokktrommu, lyklaborð og shofar.
Hópurinn hefur haldið tónleika jafnt í Evrópu og Bandaríkjunum og hlotið fjöldann allan af verðlaunum og viðurkenningum.
Hér má kynna sér hópinn betur: http://hevrehensemble.com
Verið velkomin í Skálholtskirkju.