3.4 C
Selfoss

Sjaldan verið flogið jafn mikið

Vinsælast

Flughátíðin Allt sem flýgur fór fram um síðastliðna helgi á Hellu. Líkt og annars staðar á landinu var blíðskaparveður á Hellu sem varð til þess að sjaldan hefur verið jafn mikið flogið á hátíðinni, en í vikunni fyrir hátíðina fór einnig fram á Hellu Íslandsmótið í flugi þar sem keppt var í listflugi, fjarstýrðum loftförum, flugi á loftförum yfir 600 kg og flugi á loftförum undir 600 kg.

Hátíðin hefur vaxið með hverju ári og mætti segja að hún sé orðinn ómissandi hluti af sumrinu hjá mörgum. Á hátíðinni gafst fólki tækifæri á að kynnast fluginu með einstökum hætti. Svæðið var ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags þar sem maður gat skoðað vélarnar, setið við flugbrautina, fylgst með alls konar loftförum á svæðinu leika listir sínar.

Hápunktur krakka var á laugardeginum þegar karmellukastið fór fram það sem sælgæti ringdi yfir svæðið. Um kvöldið var svo ekta íslensk kvöldvaka í flugskýlinu.

Samkvæmt mótshöldurum fór hátíðin mjög vel fram og bíða þeir spenntir eftir næstu hátíð að ári liðnu.

Nýjar fréttir