0.6 C
Selfoss

Sigurður Flosason með fría tónleika í Reykjadalsskála

Vinsælast

Hinn eini sanni Sigurður Flosason mun heiðra Sunnlendinga með nærveru sinni næsta sunnudag í Reykjadalsskála með djasstónleikum kl. 15. Tónleikarnir eru hluti af Suðurlandsdjassinum sem verður alla sunnudaga fram í ágúst í Reykjadalsskála. Frítt er á tónleikana.

Sigurður verður ekki einn á ferð en með honum verða snillingarnir Agnar Már á Hammond og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þeir munu leika tónlist sem skoðar mörk djazz, blús og sálar músíkar. Einstakir, fjörugir og aðgengilegir tónleikar með framúrskarandi listamönnum.

Styrktaraðilar eru eftirfarandi: Reykjadalsskáli, SASS, Viking Léttöl, Fíh og Sub ehf.

Nýjar fréttir