3.9 C
Selfoss

Öll velkomin á Sveitadaga hjá GobbiGobb

Vinsælast

Þeir sem eru í vandræðum með að finna afgreyingu fyrir krakkana í sumar ættu ekki að þurfa að leita lengra en til fyrirtækisins GobbiGobbs. Í júlí verður GobbiGobb með tilraunaverkefni sem nefnist Sveitadagar, en fyrirtækið hefur undanfarin ár boðið upp á sumarnámskeið fyrir krakka. Námskeiðin nefnast Sveitanámskeið og þar fá krakkarnir að vinna með hesta, veiða hornsíli, vaða í fjörunni, fara í ratleik og grilla sykurpúða, svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðin hafa gengið vonum framar og þegar er fullbókað á flest námskeið sumarsins.

Sveitadagar Gobbigobb eru einskonar opið hús á fimmtudögum og laugardögum í júlí. Hægt verður að kemba og klappa hestum, teymt verður undir krökkum í þrautabraut í gerðinu og krakkarnir geta veitt hornsíli í pollum skammt frá. Ef veður er gott getur fólk tekið með sér nesti og teppi og farið í lautarferð á túninu.

Hvað er betra en sumardagur í sveitinni? Áhugasamir geta kynnt sér allt um málið inni á heimasíðu GobbiGobb, www.gobbigobb.is.

Nýjar fréttir