-6.1 C
Selfoss

KFR stelpur kepptu til úrslita á Costa Blanca

Vinsælast

Stelpurnar í 3. flokki KFR eru staddar ásamt þjálfa sínum Lárusi Viðari Stefánssyni í keppnisferð á Spáni. Þar taka þær þátt í alþjóðlegu fótboltamóti, Costa Blanca Cup. „Fyrsti leikurinn var á mánudaginn í síðustu viku og var um tímamótaleik að ræða hjá félaginu því þetta er í fyrsta sinn sem lið frá KFR tekur þátt í keppni á erlendri grundu í rauðu og bláu“ segir Tinna Erlingsdóttir formaður KFR sem einnig er með í ferðinni. Á föstudaginn kepptu stelpurnar til úrslita í B riðli við lið Puerto Rico. Leikurinn var jafn og æsispennandi og endaði með glæstum 4-3 sigri KFR.

Rangárþing eystra óskar stelpunum innilega til hamingju með sigurinn og það er ljóst að framtíðin er björg hjá þessum duglegu fótboltastelpum.

Rangárþing eystra

Nýjar fréttir