Þann 11. júlí nk. verður Fischersetrið á Selfossi 10 ára, en 11. júlí 2013 var það opnað formlega. Um það bil ári áður, vorið 2012, var undirbúningsnefnd stofnuð fyrir stofnun Fischerseturs. Í undirbúningsnefndinni voru í stafrófsröð, Aldís Sigfúsdóttir verkfræðingur, Bjarni Harðarsson bóksali, Gunnar Finnlaugsson mjólkurfræðingur og Magnús Matthíasson kennari. Sérstakur stofnfundur fyrir stofnun Fischerseturs var haldinn á 2. hæð Gamla bankans þann 11. júlí 2012. Þar var undirrituð viljayfirlýsing við eiganda hússins um að leigja aðra hæðina fyrir Fischersetrið.
Mánaðardagurinn 11. júlí varð fyrir valinu þar sem þennan mánaðardag byrjuðu þeir Fischer og Spassky að tefla fyrstu skákina í Skákeinvíginu 1972. Í framhaldinu var skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Fischersetur á Selfossi samþykkt og undirrituð af stjórnarmeðlimum þann 9. mars 2013. Fyrsta stjórn Fischerseturs var skipuð af eftirfarandi mönnum: Aldísi Sigfúsdóttur, Gunnari Björnssyni, Gunnari Finnlaugssyni, Helga Ólafssyni, Ingimundi Sigurmundssyni, Lýð Pálssyni og Magnúsi Matthíassyni. Í kjölfarið var þriggja manna framkvæmdastjórn skipuð með þeim Aldísi Sigfúsdóttur, Bjarna Harðarsyni og Magnúsi Matthíassyni.
Fischersetrið er safn um skákmeistarann Bobby Fischer og ber þar hæst heimsmeistareinvígið 1972 og frelsun hans úr fangelsi í Japan árið 2005, er hann kom til Íslands sem íslenskur ríkisborgari. Ennfremur er þar aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis. Í Setrinu eru líka haldnar kynningar og fyrirlestrar um ýmislegt efni tengt skáklistinni. Að undanskildum sl. vetri þá hefur Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands séð um skákkennslu fyrir krakka í Setrinu frá upphafi.
Ein aðalástæðan fyrir því að Fischersetrið var stofnað hér á Selfossi er vegna þess að grafreitur Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði. Fischer féll frá 17. janúar 2008, en fljótlega eftir að Fischer hafði verið jarðaður að Laugardælum fóru ferðamenn að streyma að gröf Fischers. Þetta varð til þess að safn um Bobby Fischer var opnað í Gamla bankanum þann 11. júlí 2013.
Á þessum tíu árum hafa margir aðstoðað Fischersetrið. Að undanskildum sl. þremur sumrum þá hafa það verið sjálfboðaliðar sem hafa staðið vaktina við að halda Setrinu daglega opnu fyrir ferðamenn yfir sumartímann og opnað samkvæmt óskum yfir vetrartímann. Þessi liðsstyrkur hefur skipt sköpum fyrir Setrið, án hans værum við ekki að fagna tíu ára afmæli um þessar mundir. Á þessum árum hafa eftirfarandi sjálfboðaliðar lagt safninu lið í lengri eða skemmri tíma: Aðalsteinn Geirsson, Árni Erlendsson, Ásdís Halldórsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Böðvar Jens Ragnarsson, Eiríkur Harðarson, Erlingur Atli Pálmason, Eysteinn Jónasson, Gísli Magnússon, Gissur Jensson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Gunnar Einarsson, Halldór Magnússon, Hjörtur Þórarinsson, Ingibjörg Ágústsdóttir, Kjartan Már Hjálmarsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Jónsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Óskar H. Ólafsson, Ragnar Gíslason, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Valdimar G. Guðmundsson, Vilhjálmur S. Pétursson, Þórdís Kristjánsdóttir, Þórður Guðmundsson, Þórður Sigurðsson, Þröstur Þorsteinsson og Örlygur Karlsson.
Þótt það séu 50 ár liðin frá því að heimsmeistaraeinvígið var haldið í Reykjavík og fimmtán liðin frá því að Bobby Fischer féll frá, þá er mjög mikill áhugi á þessu heimsmeistaraeinvígi, sem kom Íslandi á kortið, um sögu Bobby Fischer og hvernig Íslendingar komu að frelsun hans úr fangelsinu í Japan. Á hverju ári koma í Setrið nokkrar erlendar fréttaveitur, sem eru að gera þátt eða þætti, um þetta efni. Á sl. tíu árum hefur gestum safnsins fjölgað stöðugt ár frá ári og á sl. ári komu um þrjú þúsund manns. Flestir þeirra, eða rúmlega 90% eru erlendir gestir og koma þeir alls staðar frá. Margir koma við er þeir sjá auglýsingaskiltið utan á húsinu, en svo eru það líka aðrir sem höfðu það eitt af aðalmarkmiðum sínum að koma að gröf Fischers og í setrið. T.d. kom einn ferðamaður frá Malasíu sem ákvað að gera þrjá hluti hér á landi þ.e.a.s. fara að leiði Fischers, heimsækja setrið, spila golf á Íslandi í einn dag og fljúga síðan til baka til síns heimalands!
Aldís Sigfúsdóttir
Garry Kasparov fyrrum heimsmeistari í skák og Guðmundur G. Þórarinsson fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands skoða myndir af Fischer í Fischersetri á afmælisdegi Bobby Fischer þann 9. mars 2014.
Frá heimsókn þátttakanda úr heimsmeistaramóti í Fischer-slembiskák, sem fór fram í Reykjvík sl. haust, í Fischersetur. F.v. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, Valdimir Fedoseev, Ian Nepomniachtchi, Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-slembiskák, og Guðmundur G. Þórarinsson fyrrverandi forseti Skáksamband Íslands.
F.v. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, Arkady Dvorkovich forseti FIDE, Smbat Lputian stórmeistari frá Armeníu, Guðmundur G. Þórarinsson fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands í Fischersetri fyrir fjórum árum.
Undirbúningsnefnd fyrir stofnun Fischerseturs ásamt Sigfúsi Kristinssyni byggingarmeistara. Efri röð f.v. Bjarni Harðarson bóksali, Aldís Sigfúsdóttir verkfræðingur, Gunnar Finnlaugsson mjólkurfræðingur. Neðri röð f.v. Magnús Matthíasson kennari og Sigfús Kristinsson byggingarmeistari.
Magnús Matthíasson, f.h. undirbúningsnefndar fyrir stofnun Fischerseturs, og Sigfús Kristinsson byggingarmeistari skrifa undir viljayfirlýsingu varðandi framtíðar leigu á húsnæðinu að Austurvegi 19, Selfossi.
Guðni Ágústsson flytur ávarp á undirbúningsfundi Fischerseturs þann 11. júlí 2012.
Gestir við opnun Fischersetur þann 11. julí 2013.
Illugi Gunnarsson þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við opnun Fischerseturs.
Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra flytur eina af sínum snjöllu ræðum við opnun Fischerseturs. Á myndinni f.v. má sjá Kristján Runólfsson, Rósu Traustadóttur, Guðmund Geir Gunnarsson, Valdimar Guðmundsson og Guðmund Sigurdórsson.
Að spjalli við opnun Fischersetur, f.v. þeir Sæmi rokk (Sæmundur Pálsson) lífvörður Fischers í einvíginu 1972, Friðrik Ólafsson fyrsti stórmeistari okkar Íslendinga og Gunnar Finnlaugsson mjólkurfræðingur og einn af stofnendum Fischerseturs.
Eyþór Arnalds oddviti og forseti bæjarráðs Árborgar flytur ávarp við opnun Fischerseturs og færir Fischersetri blóm í tilefni opnuninnar sem Aldís Sigfúsdóttir, meðlimur framkvæmdastjórnar Fischerseturs, tekur við.
Sigurður Ingi Jóhannesson þáverandi Umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp við opnun Fischerseturs og Illugi Gunnarsson þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra fylgist með.
Fréttamenn frá fréttaveitunni Play Magnus í Noregi komu í Fischersetrið og höfðu viðtal við Guðmund G. Þórarinsson, fyrrum formann Skáksambands Íslands, um skákeinvígið 1972 í Reykjavík og frelsun Bobby Fischer úr fangelsi í Japan 2005. Á myndinni er auk fréttamannanna þriggja f
Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra við leiði Fischers í Laugardælakirkugarði, en hann var einn lykilmaðurinn í frelsun Fischers úr fangelsinu í Japan árið 2005.
Mynd af hópnum sem kom saman í Laugardælakirkju þann 21. júlí 2018 og fagnaði fimm ára afmæli Fischerseturs. Athöfninni í kirkjunni stjórnaði séra Kristinn A. Friðfinnsson og aðalræðumaður var Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra, en hann var einn að lykilmönnum í frelsun Bobby Fischers úr fangelsinu í Japan árið 2005.
Guðni Ágústsson spilar sýna sögu undir góðri athygli þeirra Friðriks Ólafssonar og Guðmundar G. Þórarinssonar.
Kjartan Björnsson og Vilhjálmur Þór Pálsson heitinn spá í næsta leik á útitaflinu er þeir tefla á móti þeim Gunnari Finnlaugssyni og Guðna Ágústssyni.
Einvígi á útitaflinu við Fischersetur. Gunnar Finnlaugsson leikur, Guðni Ágústsson virðist ekki alveg sammála leiknum.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.