-6.3 C
Selfoss

Heiðruðu minningu Fischersseturs

Vinsælast

Á sunnudaginn var haldin hátíð í Laugardælakirkju og Fischerssetri þar sem tíu ár eru liðin frá stofnun Fischerssetursins á Selfossi. Aldís Sigfúsdóttir var sæmd gullmerki Skáksambands Íslands í setrinu eftir athöfnina en það gerði Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins.

Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson stýrði athöfninni í kirkjunni og Dagný Halla Björnsdóttir ættuð frá Glóru söng. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, og Guðni Ágústsson fluttu ávörp. Ennfremur sagði Sæmundur Pálsson (Sæmi rokk) besti vinur Fischers meðan á einvígi þrirra Spasskys stóð nokkur orð í lokin. Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák og Guðmundur G. Þórarinsson fyrrverandi forseti Skáksambandsins lögðu blómsveig að leiði Bobby Fischers.

Eftir hina kirkjulegu athöfn var komið saman og drukkið kaffi í Fischerssetrinu, Ólafur Bjarnason verkfræðingur frá Króki í Hraungeðishreppi, formaður stjórnar skáksetursins, stýrði athöfninni þar. Guðmundur G. Þórarinsson flutti ræðu og margir tóku til máls. Lilja Alfreðsdóttir lýsti því yfir að styrktarsamningur yrði gerður við Fischerssafnið. Ennfremur skipaði hún Guðna Ágústsson formann fjáröflunarnefndar til að safna styrktarfé til uppbyggingar minnismerkis í Reykjavík um Einvígi aldarinnar sem fram fór í Laugardalshöllinni fyrir rúmum fimmtíu árum eða 1972 og er einn frægasti atburður Íslandssögunnar.

Dagurinn var einn besti sumardagurinn með 23 stiga hita í Flóanum.

Nýjar fréttir