-1.1 C
Selfoss

Aukinn kraftur í alþjóðlegum námskeiðum

Endurmenntun er nauðsynlegur þáttur í öflugu skólastarfi og eru starfsmenn FSu duglegir að sækja sér slíka menntun. Á síðasta skólaári 2022 til 2023 sóttu 24 starfsmenn alþjóðleg endurmenntunar námskeið víða í heiminum. Árið 2021 fékk skólinn Erasmus+ styrk til endurmenntunar en vegna ástandsins sem Covid skapaði var í raun ekki hægt að nýta hann fyrr en árið 2022 og var hann fullnýttur vorið 2023.

Styrkurinn er veittur í þeim tilgangi að efla allt starfsfólk til endurmenntunar í sjálfbærni, rafrænu skólaumhverfi og til að bregðast faglega við mismunandi þörfum ólíkra nemenda. Námskeiðin fóru fram í Barselóna á Spáni, Dublin á Írlandi, Flórens og Róm á Ítalíu, Ilion á Grikklandi, Santa Cruz á eyjunni Tenerife og Split í Króatíu.

Umsjónarmaður alþjóðlegra samskipta í FSu er Eyrun Björg Magnúsdóttir félagsfræðikennari. Almenn ánægja var með námskeiðin enda mikilvægur liður í starfsþróun að afla nýrrar færni sem og að styrkja þá færni sem þegar er til staðar.

jöz / eybm

Fleiri myndbönd