-0.5 C
Selfoss

Leiksólinn Álfheimar hlýtur þriggja milljón króna styrk

Leikskólinn Álfheimar á Selfos hlaut á dögunum styrk frá styrkjaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Styrkupphæðin er rúmlega 3 milljónir króna sem gerir skólanum kleift að senda allt að 10 manns erlendis á vikulangt námskeið í útikennslu.

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá fræðslu í hugmyndafræðinni að baki útikennslu, auk þess að efla færni sína í skipulagningu og framkvæmd á útikennslu með börnum.

Þátttakendur koma úr fjölbreyttum hópi starfsfólks hvað varðar aldur, menntun og menningarlegan bakgrunn.

Tilgangur verkefnisins er að styrkja útikennslu og umhverfismennt á Álfheimum en þessir þættir hafa verið flaggskip starfsins um árabil.

F.h. starfsfólks Álfheima
Soffía Guðrún Kjartansdóttir
sérgreinastjóri útikennslu

Fleiri myndbönd