1.7 C
Selfoss

Álfrún Diljá hlýtur námsstyrk Landsbankans

Síðustu 34 ár hefur Landsbankinn veitt framúrskarandi námsmönnum styrki úr Samfélagssjóði bankans og þann 22. júní sl. fór úthlutunin fram í ár.

Selfyssingurinn Álfrún Diljá Kristínardóttir var ein 16 framúrskarandi námsmanna sem fengu styrk, en Álfrún er nemandi við Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Alls bárust 550 umsóknir í ár.

Styrkirnir eru veittir í fjórum flokkum; til framhaldsskóla- háskóla- og listnema og til háskólanema í framhaldsnámi.

Dómnefndin í ár leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Að auki var meðal annars litið til rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og félagsstarfi við valið.

Fleiri myndbönd