-11.4 C
Selfoss

Afturrúður og hliðarspeglar brotnuðu í vindhviðu

Vinsælast

Gul veðurviðvörun var um sunnan- og suðaustanvert landið í gær. Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var beðin um „mjúka lokun“ við Steina, þar sem átti að stoppa hjólhýsi og ferðabíla.

„Stundum hefur okkur þótt forsjárhyggjan helst til um of og lokanir næstum óþarfar. Í dag var bíllinn okkar staddur á malbiki við Steina og ekkert að veðri, aðeins um 15 metra vindur en svo kom hvellur eða vindhviða sem mældist 49 metrar. Báðar afturrúðurnar í bílnum okkar brotnuðu og báðir hliðarspeglarnir. Viðvörunin var kanski ekki óþörf og stundum vita vegagerð og veðurfræðingar hverju þeir eru að spá,“ segir í tilkynningu frá Dagrenningu.

Björgunarfólk úr Dagrenningu dró að auki rútu upp í vatnavöxtum og fengu tilkynningu um tvo blauta ferðalanga við Bláfjallakvísl sem treystu sér ekki lengra. Þegar björgunarfólk kom að þeim var búið að koma þeim í skála við Hvanngil.

Nýjar fréttir