-0.7 C
Selfoss

Rúta með 16 manns festist í Hellisá

Vinsælast

Talsverðir vatnavextir voru í ám og lækjum á Suðurlandi um liðna helgi.

Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast vegna þess, en rúta með 16 manns innbyrðis festist í Hellisá á leið inn að Laka. Ekki tókst að ná rútunni upp en öllum farþegum var bjargað í land og komið í öruggt skjól.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að bílar hafi fests í vaðinu í Landmannalaugum, Helliskvísl á Dómdalsleið og í Steinholtsá á leið inn í Þórsmörk um helgina.

Þá var ökumaður sem ók á enda brúarvegriðs á Markarfljótsbrú og lenti í ánni. Konan var ein í bílnum en tókst að koma sér út að sjálfdáðum og hékk utan á bílnum þegar björgunarfólk bar að.

Björgunarfólk aðstoðaði konuna við að koma sér upp á þak bílsins áður en þyrla landhelgisgæslunnar hífði hana í öruggt skjól og þaðan á Landspítalann í Fossvogi.

Ekki var vitað um ástand konunnar að öðru leyti en að hún hafi ofkælst að einhverju ráði.

Nýjar fréttir