-2.2 C
Selfoss

Um 151 milljón úthlutað til sunnlenskra verkefna

Vinsælast

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. 150.761.617 kr. af úthlutuninni mun renna til sunnlenskra verkefna en verkefnin eru 13 talsins. Alls voru veittir styrkir til 57 verkefna.

Hæstu upphæðina fékk Ás dvalar- og hjúkrunarheimili, 123.208.511 kr., og mun upphæðin nýtast í sjö verkefni, sem eru bætur á aðbúnaði í sjúkraþjálfun, endurbætur á innri rýmum og stækkun matsalar við Frumskóga 6, uppsetning á stigalyftu, endurbætur á innri rýmum, gluggum og útveggjum vegna leka og raka og byggja yfir svalið á Ási, endurbætur á eldhúsaðstöðu og sjúkrakallskerfis Frumskóga, endurbætur á brunakerfi í Ási og síðast endurbætur á eldhúsaðstöðu og sjúkrakallkerfis við Bröttuhlíð.

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhólar fékk úthlutað 20.257.420 kr. sem nýtast í þrjú verkefni, sem eru viðhald á þakglugga á Lómagnúp og endurbætur á gólfefni vegna vatnsleka, endurbætur á gólfefnum á sameiginlegum rýmum og endurbætur á eldhúsaðstöðu.

Hjúkrunarheimilið Lundur fær 3.452.400 kr. sem nýtast í endurnýjun á hurðum í eldri byggingu og endurbætur á gluggum vegna leka.

Kirkjuhvoll hjúkrunar- og dvalarheimili fær 2.923.286 kr. til að nota í endurbætur á hreinlætisaðstöðu og uppsetningu á loftlyftu.

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hjallatún fær 920.000 kr. til að endurnýja þak vegna leka.

Yfirlit um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2023

Nýjar fréttir