3.9 C
Selfoss

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka um helgina

Vinsælast

Nú er sumarið komið með alla sína gleði og tilhlökkun. Helgina 23.-24. júní nk. ætlum við að halda okkar árlegu Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka. Hlökkum við til að búa til góðar minningar með ykkur og vonum við að allir komi saman og skapi nýjar. Svo mikil var ánægja fjölskyldufólks með breytinguna á tímasetningu brennunnar að ákveðið var að halda brennuna aftur í fyrrikantinum eða kl 20:30 á laugardagskvöldinu, en einnig var ákveðið að halda hana á þeim tíma því við pöntuðum stóra brennu því við ætlum að hafa gaman saman í fjörunni. Brennustjóri hátíðarinnar í ár er engin annar en eldgleypirinn Andri Geir Jónsson og mun sjá til þess að ungir sem aldnir muni skemmta sér konunglega á brennunni. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson mun halda uppi stuðinu þar til síðustu logarnir slokkna og mannskapurinn heldur heim á leið eða á Rauða Húsið fram á rauða nótt.

Að sjálfsögðu verður fjölbreytt fjölskyldudagskrá þessa daga sem hefst á föstudaginn kl.17 með hinum árlega Jónsmessubolta og að þessu sinni verður keppt í kíló. Markmið hátíðarinnar hefur alltaf verið að gleðja unga sem aldna án þess að fólk þurfi sífellt að taka upp veskið. Fjölskyldudagskráin er við Garðstún og söfnin á Eyrarbakka á laugardaginn frá kl. 12-15. En einnig má finna opin hús um allan Eyrarbakka sem eru til klukkan 16/18. Dagskrána má finna inn á arborg.is, facebook- og/eða instagramsíðu jónsmessuhátíðarinnar.

Nýjar fréttir