-5 C
Selfoss

Veiði hafin í Ölfusá – Fyrsti laxinn kominn

Vinsælast

Í kringum 14 félagar Stangveiðifélags Selfoss voru mættir við árbakkann kl. 7 í morgun þegar Ölfusá fyrir landi Selfoss var opnuð í blíðskaparveðri. Líkt og fyrir ári var það Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, sem tók fyrsta kastið undir leiðsögn Guðmundar Maríasar Jenssonar, formanns félagsins, en þetta var í fyrsta sinn sem sami aðili opnar ánna tvisvar. Þegar blaðamaður leit við hjá þeim félögum rúmlega átta var engin veiði komin hjá Braga.

Fyrsti laxinn kom kl. 8:05 í morgun og var það fyrrverandi formaður félagsins og heiðurfélagi nr. 5, Steindór Pálsson, sem veiddi hann. Laxinn var 11 pund, grálúsugur og nýgenginn. Laxinn veiddist á miðsvæðinu, á Grýlutúpu.

Í fyrra veiddust í Ölfusá 137 laxar og 106 sjóbirtingar.

Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, og Guðmundur Jensson, formaður Stangaveiðifélags Selfoss. Mynd: Dagskráin/BRV
Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, og Guðmundur Jensson, formaður Stangaveiðifélags Selfoss. Mynd: Dagskráin/BRV
Hluti af félögum SVFS sem mættir voru snemma í morgunsárið. Mynd: Dagskráin/BRV

Nýjar fréttir