-0.7 C
Selfoss

Elvar er íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Elvar Þormarsson, hestamaður í Geysi, var kjörinn íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir, varaformaður Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar tilkynnti um kjörið á hátíðahöldum sem fram fóru á Hvolsvelli þann 17. júní.

Elvar átti frábært keppnisár í gæðingaskeiði með hryssuna Fjalladís frá Fornusöndum og sigruðu þau öll stórmót ársins, Reykjavíkurmeistaramót, Íslandsmót og Landsmót. Ásamt þessu gerði hann góða hluti með hestinn Pensil frá Hvolsvelli en þeir stóðu til að mynda ofarlega í B flokk gæðinga á landsmóti hestamanna.

Íþróttafélögin, ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, eiga möguleika á að tilnefna íþróttamenn en Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd sér svo um að velja úr þeim tilnefndu.

Auk Bjarna, voru fimm aðrir íþróttamenn tilnefndir en það voru Andri Már Óskarsson, Golfklúbbi Selfoss, Bjarni Þorvaldsson, Knattspyrnufélagi Rangæinga, Ívan Breki Sigurðsson, Knattspyrnufélag Umf. Selfoss, Katrín Eyland Gunnarsdóttir, frjálsíþróttakona í Íþróttafélaginu Dímoni og Óðinn Magnússon, Skotfélaginu Skyttum.

Nýjar fréttir