-6.1 C
Selfoss

13 HSK-met sett í Bláskógaskokkinu

Vinsælast

Hið árlega Bláskógaskokk HSK fór fram í ágætu veðri sl. sunnudag, þann 18. júní. Líkt og undanfarin ár var hægt að velja tvær vegalengdir og í boði voru 5 og 10 mílur.

Jón Trausti Sigurðarson kom fyrstur í mark í 10 mílna hlaupi karla á tímanum 69,44 mín. og Inga Lára Ingvarsdóttir vann kvennaflokkinn á tímanum 82,36 mín. Þau fengu í sérverðlaun gjafabréf frá Hótel Örk.

Sigursveinn Sigurðsson frá Frískum Flóamönnum kom fyrstur í mark í 5 mílna hlaupinu á 29;58 mín., sem er HSK-met í karlaflokki og flokki 40-44 ára. Anna Metta Óskarsdóttir Umf. Selfoss vann í kvennaflokki á 44,27 mín. Tími hennar er HSK-met í sex aldursflokkum frá 13 – 22 ára.  Þau fengu einnig gjafabréf frá Hótel Örk í sérverðlaun. 

Fleiri HSK-met voru sett í hlaupinu, en Andri Már Óskarsson Umf. Selfoss bætti metin í 5 mílna hlaupinu í fjórum aldursflokkum frá 11-14 ára og þá bætti Jórunn Viðar Valgarðsdóttir úr Frískum Flóamönnum metið í 10 mílum í hennar aldursflokki.

HSK þakkar Hótel Örk og Fontana á Laugarvatni fyrir stuðningurinn við hlaupið. Þess má geta að nokkur fjöldi erlendra sjálfboðaliða buðust til að starfa við framkvæmd hlaupsins og stóðu sig vel og höfðu gaman af.

Heildarúrslit hlaupsins eru á www.timataka.net.

HSK

Sjálfboðaliðar á mótinu. Mynd: HSK

Nýjar fréttir