-1.1 C
Selfoss

Hótel Grímsborgir fær nýja eigendur

Frá og með deginum í dag hafa Keahótel tekið við rekstri á Hótel Grímsborgum í Grímsnesi, en samningur þess efnis var undirritaður fyrr í dag.

Í tilkynningu frá Kea hótelum segir að samningurinn sé til tuttugu ára og að hann nái yfir alla starfsemi hótelsins, þar með talið veitingastaður, funda- og ráðstefnusalir og veisluþjónusta. Með kaupum á Grímsborgum telur keðja Kea hótela nú tíu hótel.

Hótel Grímsborgir er fyrsta hótelið á Íslandi sem hlaut 5 stjörnu vottun en þar er boðið upp á gistingu, veitingar og þjónustu fyrir allt að 240 gesti. Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Í Hótel Grímsborgum er veitingastaður og bar sem tekur allt að 230 manns í sæti og fundar- og ráðstefnusalir sem taka allt að 120 manns í sæti.

Hótel Grímsborgir opnaði fyrst sumarið 2009 og hefur vaxið og dafnað síðan. Þar er boðið upp á gistingu í 25 fm superior herbergjum, 40-55 fm junior svítum, 56 fm svítum og 56-200 fm íbúðum með verönd eða svölum og heitum pottum. Samtals eru 29 heitir pottar, ýmist til einkaafnota eða sameiginlegir og verönd eða svalir á öllum herbergjum.

Hótel Grímsborgir.

Fleiri myndbönd