-0.7 C
Selfoss

Guðni Ágústsson ræðir Njálssögu á Þingvöllum

Vinsælast

Fimmtudaginn 22 júní nk. klukkan 20.00 eða átta um kvöldið mun Guðni Ágústsson í Þingvallagöngu ræða Njálssögu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Viðskipta og menningarmálaráðherra flytur ávarp, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona flytur Gunnarshólma og Karlakórinn Öðlingarnir úr Rangárþingi syngja, þar á meðal Skarphéðinn í brennunni.

Samkoman hefst við Upplýsingamiðstöðina á Hakinu klukkan 20.00 gengið niður Almannagjá á Lögberg hið helga og sagan og söngurinn heldur áfram. Að lokum verður gengið að Þingvallakirkju þar sem þessari tveggja tíma athöfn lýkur klukkan 22.00.

Allir eru velkomnir og minntir á að vera vel klæddir.

Nýjar fréttir