-0.7 C
Selfoss

Gísli Sigurðsson sýnir á Café Milano

Gísli Sigurðsson hefur opnað sýningu á Café Milano í Skeifunni.

Gísli, sem fæddur er í Vestmannaeyjum árið 1931, hefur teiknað frá því hann man eftir sér og hélt sína fyrstu sýningu í gamla safnaðarhúsinu á Selfossi í kringum árið 1960. Hann kenndi við Gagnfræðiskóla Selfoss í 20 ár, FSu í 20 ár og ritstýrði Þjóðólfi í 20 ár.

Á sýningunni má sjá tússteikningar sem Gísli hefur unnið að síðustu ár, ásamt eldri verkum. Café Milano er opið á mánu-fimmtudögum frá 10-17 og á föstudögum frá 10-16.

Fleiri myndbönd