Laxveiði – netaveiði
Fyrr á öldum voru laxveiðar með öðrum hætti en nú er. Skallagrímur lét veiða lax í þveránum, en ekki í hvítá. Hann hafði engin tök á að veiða í jökulvatninu.
Eins var það í Árnessýslu. Engar veiðar voru í jökulvatninu, en gríðarmiklar í dragám og lækjum á haustin. Hrunakirkja átti alla veiði í Litlulaxá frá upptökum til ósa, tvo daga í viku hverri. Í safnritinu, Sunnlenskar byggðir, segir Emil Ásgeirsson, um árnar í hrunamannahreppi, að þær voru mikil hlunnindi, vegna laxveiðinnar. Láta mun nærri að þær voru „mikil hlunnindi“, vegna laxveiðinnar. Láta mun nærri að tvær af hverjum þremur jörðum hafi haft einhverjar veiðinytjar og sumar miklar, á meðan leyft var, eða a.m.k. látið óátalið, að haustlaxinn væri veiddur. Laxinn gengur seint í smáárnar og var hann þá veiddur, stundum fram á jólaföstu, ef tíð var góð. Þá áttu mörg heimili tunnu og sum tunnur, fullar af söltuðum laxi, þegar leið á haustið“.
Hundarnir gengu út
Þannig var þetta árið 1772, þegar Eggert og Bjarni skrifuðu að bændum yrði ekkert úr veiðum úr hinni miklu laxagengd, í jökulvatninu, vegna dáðleysis fátæktarinnar.
Viðhorfið var allt annað við litlu árnar og lækina, þar sem menn fóru í veiðiskapinn á haustin. Þá var sagt að laxinn væri þokkalegasti matur fran að jólum, en úr því færi hann að verða leiðinlegur. Auðvitað hefur það verið haustlax, sem málið snérist um, í þjóðsögunni, sem bæði var kennd við Sóleyjabakka og Hrepphóla, að það voru allir orðnir svo leiðir á laxinum að hundarnir gengu út þegar þeir heyrðu nefndan lax.
Svo komu langnetin
Það hefur líklega verið undir aldamótin 1800 að eitthvað var farið að leggja net á Selfossi. Það var a.m.k.orðið eitthvað í alvörunni um árið 1935. Þetta gekk brösulega meðan menn urðu að ríða netin úr eihverjum heimaspuna. Seinna fór að fást keyptur hentugri þráður og enn síðar tilbúinn riðill.
Samt var þetta óaköp óhentugt, miðað við þau net sem nú eru notuð. Þau eru ódýr, nær ósýnileg í vatninu og fiskin eftir því og auðveldari í allri meðhöndlun. Þetta vissi formaður Veiðifélags Árnesinga þegar hann flutti mál ósbænda gegn Veiðifélagi Miðfjarðarár og meginrökin voru þau að ósbændurnir gætu veitt miklu meira með netum samtímans, heldur en þeim sem notuð voru þegar veiðifélagið var stofnað og arðskráin samin. Einnig væri hægt að verðleggja veiði í ánni hærra þar sem hægt væri að auglýsa að netaveiðar tíðkuðust ekki í Miðfjarðará. Niðurstaða dómara var á þá leið að þó að ósbændur veiddu megnið af laxinum í ánni og seldu á frljálsum markaði þá myndu þeir ekki fá meira fyrir fiskinn en svaraði þeim arði sem þeir fengju jafnan greiddan, vegna verðfalls á laxi. Lesa mátti út úr dómsorðum að það væri ósvífin græðgi að koma fram með þessar kröfur.
Netaveiðar í jökulvatni
Á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga, árð 2019, kvað bóndi í Sandvíkurhreppi ekki hafa verið stundaðar netaveiðar frá hans jörð síðan árð 1980. En að sjálfsögðu myndi hann standa á sínum rétti og hefja netaveiðar ef aðstæður breyttust og veiðarnar gætu talist ábatasamar.
Þarna liggur dálítið mergurinn málsins. Ef laxagengd ykist að ráði kæmu netin alls staðar út og laxagengdin félli niður í lágmarkið aftur. Og þar sem laxinn gengur gjarnan nær löndum, þar sem straumur er minni, þá væri svo til alls staðar hægt að veiða lax í net, einkum í jöklvatninu.
Skaðræði netanna
Það er vitað að lax, veiddur í net, getur helst ekki lifað lengi, einkum ef hann er nýgenginn og silfraður.
Það kemur fyrir að stangveiddur lax er með netaförum. Þetta þýðir það að eitthvað er um að ánetjaður lax losni úr netinu. E.t.v. er þarna komin skýringin á því hversvegna laxagengdin minnkaði, þegar laxanetin voru komin út. Eftir því sem leið á nítjándu öldina tóku menn eftir að laxagengd var minnkandi. Þetta leiddi til þess að haustveiðar á laxi voru bannaðar árið 1885. Það gerði þó ekki meira gagn en svo að 11 árum síðar áleit Bjarni Sæmundsson að enn hefði ástandið versnað.
Veiðifélag stofnað
Og þannig var það þangað Veiðifélag Árnesinga var stofnað. Eftir þær veiðihömlur sem þá voru settar jókst laxagangan smátt og smátt og náði mámarki undir lok áttunda áratugarins. Þá kom árið 1980, þegar kom jökulhlaupsleir í jökulárnar, sem minnkaði þroska seiða, ásamt gífurlegum netaveiðum. Þá þótti netaveiðimönnum gaman að draga netin, seiluð af laxi, upp úr jökulgromsinu. Þeir tala minna um það núna hvernig heildarveiðin, það sumarið, var í þúsundatali, hjá þeim helstu. Þessi mikla veiði olli síðan erfiðleikum við að koma aflanum í verð og talsvert fór í gúanó, hjá Granda.
Net keypt upp
Á aðalfundi 2022, greindi formaður frá því að samið hefði verið við „allmarga netaveiðibændur, um upptöku neta, í sumar og næstu sumur, gegn greiðslu“. Þetta kemur líklega að minna gagni vegna leyndarinnar, sem hvílir yfir öllu er varðar netaveiðar, Þar á meðal hverjir það voru sem samið var við. Þeir geta þessvegna haldið áfram netaveiðum, eins og áður. Það sama gildir um innheimtu gjalda af veiði. þá mun lítið heimtast af netaveiðum, þar sem aflatölur netaveiðanna, fást ekki uppgefnar. Þessi hæpna ákvörðun Veiðimálastofnunar, á sínum tíma, byggist vafalaust á þeirri trú að þá myndu veiðibændur frekar gefa upp réttar tölur til Veiðimálastofnunar, ef þær væru hvergi birtar, svo þeir gætu haldið áfram að svíkja þetta undan skatti.
Ný fjármögnun
Þetta viðhorf birtist í tilmælum Veiðifélagsins um að gefa gjaldkera upp veiðitekjur sínar, undanfarin þrjú til fimm ár „til grundvallar gjaldheimtu“, og fer hann með þessar veiði og tekjuupplýsingar sem trúnaðarmál“. Þessi leynd er óheiðarleg og óviðunandi, þar sem um nýtingu á sameiginlegum og ofnýttum fiskstofni er að ræða. Þarna er í raun verið að semja nýja og leynilega arðskrá, en sú gamla er úrelt og gagnslaus. Besta lausnin væri að semjaarðskrá, sem innheimta rekstrarkostnaðar Veiðifélagsins byggðist á. En gallarnir eru að samninglöglegrar arðskrár er dýr og stjórn Veiðifélagsins mun ekki samþykkja nýja arðskrá, nema hun verði leynileg. Þetta sífellda leynimakk netabænda er á skjön við lög og réttlæti. Einnig er hætt við að afnám 10 daga netabannsins, í ágúst, komi illa við laxgengd í uppsveitum.
Mergurinn málsins
Hver netaveiddur lax gefur gjarnan af sér um 3.000 krónur í brúttótekjur, með ærinni fyrirhöfn og nokkrum tilkostnaði. Þar sem vel er á málum haldið gefur stangveiddur lax gjarnan 100.000 krónur, í vasa landeigendanna, gjarnan án tilkostnaðar, eða fyrirhafnar landeigenda. Þarna er ólíku saman að jafna, tekjuleysi netaveiðanna, eða arður stangveiðanna og argvítugt að hinar arðlausu netaveiðar skuli halda vatnasvæðinu í járngreipum ofveiðanna.
Hreggviður Hermansson