-0.7 C
Selfoss

Rocky Horror í Þjóðleikhúsið

Sýning Leikfélags Vestmannaeyja á Rocky Horror sem hlaut nýverið styrk frá SASS, Samtökum Sunnlenskra Sveitafélaga og heppnaðist svo snilldarlega vel að sýningin var kosin áhugaverðasta sýning áhugamannaleikhúsa leikárið 2023 af Þjóðleikhúsinu.

Leikfélag Vestmannaeyja er orðið 113 ára gamalt og rótgróið í menningu eyjanna. Leikfélagið hefur að undanförnu þróað með sér þann sið að eiga samtal við samfélagið út frá verkum og hefur það verið vinsæl nálgun. Leikfélag Vestmannaeyja er að jafnaði alltaf með tvær sýningar á hverju ári, barnaleikrit á haustin og fullorðins leikrit á vorin. Félagsmenn fagna því nú og sýna sýningu á flottasta leikhússviði allra landsmanna Þjóðleikhúsinu laugardaginn 10. júní næstkomandi klukkan 19:00.


Lifandi tónlist er undir leikverkinu og er það í höndum tveggja manna úr hljómsveitinni Molda ásamt vel völdum listamönnum þeim Birgi Nielsen á trommur, Sigurmundi Einarssyni á saxófón, Kristni Guðmundssyni á gítar og Páli Viðari Kristinssyni á hljómborð.

Einnig er vel við hæfi að nefna svona fyrir hörðustu aðdáendur Rocky Horror að þetta verk var fyrst sett upp í Royal Court leikhúsinu í West End hverfi Lundúnaborgar fyrir n.k. 50 árum.

Nú er hægt að tryggja sér miða á tix.is. og fólk verður að hafa snör handtök þar sem miðar fara mjög hratt.

Áhorfendur allir eru hvattir til að taka þátt í sýningunni, syngja með og leyfa öllum kyngerðum mörkum að þjóta út um gluggann  og skemmta sér konunglega.

Góða skemmtun!

Ingveldur, Gjaldkeri L.V.
Jórunn L. og Birta Marínós, félagsmenn

Fleiri myndbönd