Fyrir helgi féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri og var gæsluvarðhaldi framlengt til 16. júní nk.
Rannsóknin snýr að andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í apríl sl. Maðurinn var handtekinn í húsinu og hefur verið í haldi síðan þá, en annar maður sem handtekinn var á staðnum hefur verið leystur úr varðhaldi.
Krafan var gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en rannsókn lögreglu beinist að hugsanlegu manndrápi. Segir í tilkynningu frá lögreglunni að rannsókn miði vel og muni halda áfram af fullum þunga.