-11.6 C
Selfoss

Árborg fellir niður leikskólagjöld vegna verkfalla FOSS

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur tilkynnt það að leikskólagjöld verða felld niður vegna skerðingar á vistun barna hjá leikskólum Árborgar sökum verkfalls FOSS en félagar sem greiða til FOSS félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi sem starfa hjá leikskólum Árborgar hafa undanfarnar vikur verið í verkföllum.

Starfsemi leikskóla hefur verið skert þá daga sem verkfallið hefur staðið yfir sem hefur leitt af sér að ekki hefur verið hægt að bjóða öllum börnum uppá fulla vistun.

Ekki sér fyrir endan á verkföllunum og er áætlað að mánudaginn 5. júní fari allir félagsmenn FOSS sem starfa í leikskólum í verkfall til 5. júlí náist ekki samningar.

Til að koma til móts við foreldra í Árborg hefur verið ákveðið að fella niður gjöld vegna vistunar fyrir þann tíma sem foreldrar hafa fengið tilkynningu um að barnið geti ekki mætt.

Foreldrar fá jafnframt endurgreiðslu vegna skerts vistunartíma í maí um næstu mánaðarmót.

Nýjar fréttir