-7.3 C
Selfoss

Stekkjaskóli vígður í dag við hátíðlega athöfn

Vinsælast

Stekkjaskóli á Selfossi var formlega vígður í dag við hátíðlega athöfn. Það voru þau Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, sem vígðu skólann með því að klippa á borða með hjálp tveggja nemenda. Einnig var boðið uppá ræðuhöld og tónlistaratriði frá nemendum skólans.

Skólinn hóf göngu sína í nýja húsnæðinu 22. mars sl. en áður hafði hann starfað í tveimur bráðabirgðarhúsnæðum, fyrst á Bifröst, frístundaheimilinu við Vallaskóla og svo færanlegum kennslustofum sem voru staðsettar við hlið nýja skólans.

Um var að ræða vígslu á fyrsta áfanga skólans, sem er um 4.000 fermetrar, en í heildina verður skólinn um 11.000 fermetrar, þegar allir þrír áfangarnir eru búnir.

 

Nemandi bauð uppá gítarundirleik á meðan gestir komu sér fyrir í sætum. Mynd: Dagskráin/BRV
1. bekkur söng. Mynd: Dagskráin/BRV
Nemandi flytur verk eftir Bach á blokkflautu. Mynd: Dagskráin/BRV
Nemandi spilar á fiðlu. Mynd: Dagskráin/BRV
Hilmar Björgvinsson skólastjóri tekur á móti skóflunni sem var notuð í fyrstu skóflustunguna. Það voru þeir Atli Marel Vokes, sviðstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, og Sigurður Ólafsson, deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar, sem afhentu honum skófluna. Mynd: Dagskráin/BRV
Skólastjórnendur tóku á móti gjöfum frá foreldrafélagi skólans. Mynd: Dagskráin/BRV
Nemendur úr 5. bekk fluttu leikþátt og tvö lög úr leikritinu Dýrin í Hálsaskógi. Mynd: Dagskráin/BRV
Hilmar tekur á móti blómvendi frá Heiðu Ösp Kristjánsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Árborgar, en Heiða sá um að loka athöfninni. Mynd: Dagskráin/BRV
Mynd: Dagskráin/BRV

Nýjar fréttir