Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar munu formlega opna nýjan veg milli Hveragerðis og Selfoss á morgun, fimmtudaginn 25. maí klukkan 10:00, þegar klippt verður á borða við eftirlitsstað rétt austan við Kotströnd.
Verkið Hringvegur, Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá, er annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Umferðaröryggi eykst til muna með þessari framkvæmd enda eru akstursstefnur nú aðskildar og vegamótum hefur fækkað úr rúmlega tuttugu í tvenn.
Bílastæði við vígslustað eru af skornum skemmti og því er fólk hvatt til þess að sameinast í bíla.