5.6 C
Selfoss

Átta dansverk og 160 dansarar í Hvergilandi

Nemendasýning Dansakademíunnar fór fram helgina 28. – 29.apríl þar sem um 160 nemendur skólans fengu smjörþefinn af leikhúslífinu. Innblástur af sýningunni má rekja til ævintýrisins um Pétur Pan og bar heitið Hvergiland. Dansararnir sýndu listir sínar í átta frumsömdum dansverkum eftir kennara skólans með miklum glæsibrag.

Stjórnendur Dansakademíunnar vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til Tónsmiðjunnar, Bergs Tjörva Bjarnasonar og Íþróttahúss Sunnulækjaskóla fyrir ómetanlega samvinnu.

Meðfylgjandi myndir tók Helga Guðrún Lárusdóttir, blaðamaður Dagskrárinnar.

Fleiri myndbönd