-10.3 C
Selfoss

Níu ára Selfyssingur hljóp 10 km á 47,52 mínútum

Andri Már Óskarsson, níu ára á Selfossi, hefur á tæpum mánuði sigraði í fjórum götu- og víðavangshlaupum á Suðurlandi. Fyrsta hlaupið var Flóahlaupið í Flóahrepp sem fram fór 16. apríl síðastliðinn. Þar var Andri Már fyrstur í 3 km flokki 14 ára og yngri. Hann kom í mark á 13,59 mínútum.

Annað hlaupið var Hjörleifshöfðahlaup Kötlu Jarðvangs sem haldið var í Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl og var Andri fyrstur í 2,5 km flokki sem bæði fullorðnir og börn tóku þátt í. Andri Már hljóp á  tímanum, 12,11.

Þriðja hlaupið er Stúdíó sport hlaupið sem fram fór á Selfoss mánudaginn 1 maí en þar keppti Andri Már í 10 km hlaupi í flokki 15 ára og yngri. Hann sigraði á tímanum 47,52. Það er HSK met í flokki 11 ára drengja í 10 km götuhlaupi og bætti hann metið um tæpar sjö mínútur. Einnig náði hann bestum árangri drengja i Hópshlaupinu á Eyrabakka sem fram fór í apríl og maí en þar er tekinn samanlagður árangur úr þremur hlaupum.

María Ben Ólafsdóttir

Fleiri myndbönd