Hróðmar Sigurðsson mætir í Listasafn Árnesinga og heldur tónleika með eigin efni þann 5.maí kl. 17. Hróðmar gaf út sína fyrstu plötu árið 2021 ,,Hróðmar Sigurðsson“. Hann ,ásamt hljómsveit sinni, hlaut tilnefningu fyrir tónlistar flytjendur ársins í jazz og blús flokki á Íslensku tónlistarverðlaunum fyrir árið 2021. Það sama ár var hlaut hann einnig viðurkenninguna „bjartasta vonin í jazz og blústónlist“.
Hróðmar er í listamannadvöl í Hveragerði í apríl og maí þetta árið og langar hann að halda tónleika til að kynna músíkina sína á meðan dvöl hans stendur.
Á tónleikunum koma fram: Hróðmar Sigurðsson á rafgítar og lap steel, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk. Viðburðurinn er í samstarfi við Hveragerðisbæ.
Listasafn Árnesinga