3.9 C
Selfoss

Frábær árangur á Íslandsmeistaramóti

Íslandsmeistaramót yngri flokka (U13/U15/U18/U21) fór fram í Ármanni þann 29. apríl. Þátttakendur voru alls 56 frá 7 félögum. Judodeild UMFS sendi frá sér 10 keppendur.

Stymir Hjaltason glímdi hörku vel og tók 6 glímur og tók silfur í -81 u18 og 4.sæti í u21.

Mikael Ólafsson var á sínu fyrsta íslandsmóti og hreppti silfur eftir 2 flott köst í U15 -73.

Þjálfarar voru Egill Blöndal og Úlfur Böðvarsson. Deildin senti frá sér einnig Breka Bernharðsson sem dómara.

Margir voru að stíga sín fyrstu skref á þessu móti og var gaman að fylgjast með þeim.

Árangur:

Sveinbjörn Ólafsson 5. sæti -55 u15
Alexander Sófusson 3. sæti U15
Gestur Maríuson 3. sæti U15 -55
Óðinn Ingason 2. sæti -42 U15
Jónas Gíslason 3. sæti -46 U13
Arnar Arnarsson 3. sæti -90 U21
Mikael Kári Ibsen 2. sæti -73 U15
Böðvar Arnarsson 2. sæti -90 U21
Vignir Stefánsson 3. sæti -81 U21
Styrmir Hjaltason 4. Sæti -81 U21 og 2. sæti í U18

Judodeild UMFS

Fleiri myndbönd