-4.4 C
Selfoss

Fasteignaþróun til skoðunar

Vinsælast

Sveitarfélagið Ölfus hefur nú til skoðunar fasteignaþróun við skipulagsreit VÞ2 sem liggur við sunnanverðan Hafnarveg, gengt Norðurbakka 1, 3 og 5.

Svæðið er samkvæmt aðalskipulagi ætlað undir verslun- og þjónustu. Kveðið er á um þjónustu-, skrifstofu- og verslunarsvæði fyrir rýmisfreka starfsemi. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði hægt að reisa þjónustu fyrir orkugjafa bifreiða, verslun og veitingarekstur. Allur frágangur á lóðum og umhverfismótun meðfram götunni þarf að vera til fyrirmyndar og skal inngangur bygginga að jafnaði snúa að aðliggjandi götu. Á umræddum skipulagsreitum gætu til að mynda rúmast hótel, bílaleigur, verslanir, hleðslustöðvar og fl.

Við hönnun svæðisins er lögð áhersla á það felli vel að mannvirkjum á aðliggjandi svæði og taki tillit til þess hversu áberandi viðkomandi byggingar eru við aðkomu að Þorlákshöfn. Byggingar skulu vera til þess fallnar að skapa svæðinu hlýlegt og aðlaðandi yfirbragð.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss.

Sveitarfélagið Ölfus

Nýjar fréttir